Kríuríkið á Hala í Suðursveit  -  blönduð tækni og blek á pappír, 50X70cm - María Sjöfn, 2024
(English below)

Kríuríkið er sería verka þar sem ég skoðaði ferðir kríunnar. Krían er einn víðförlasti farfuglinn sem vitað er um. Hún verpir á norðurslóðum en flýgur suður á bóginn á haustin í átt til Suðurskautslandsins þar sem hún heldur til við jaðar lagnaðaríssins, á suðurhafseyjum og jafnvel á Suðurskautslandinu sjálfu. Þegar vorar á norðurhveli flýgur hún aftur til baka á varpstöðvarnar. Hún ferðast frá suðurskautinu til norðurskautsins á hverju ári og talið er að hún ferðist um það bil 70-80 þúsund kílómetra á ári. Kríur geta lifað í rúmlega 30 ár þannig að yfir ævina geta þær flogið meira en 2 milljón km. Hér á Hala í Suðursveit er mikið kríuvarp sem rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson skrifaði um í Sálmurinn um blómið meðal annars.

“Það er svo mikið af kríum í Aurnum, að maður sér varla sólina fyrir þeim, þegar maður heimsækir landið þeirra.”

Héðan frá Þórbergssetri er hægt að horfa yfir kríuvarpið og eru þessar kríur mjög líklega afkomendur kríanna sem Þórbergur skrifaði um í bókinni Sálmurinn um blómið;

“Svona er lífið, þar sem alvöru framvarðarsveitir Kríuríkisins á sveimi í loftinu að passa landamærin sín. Landkynningarfólkið fór nú samt yfir landamærin og inn í Kríuríkið í Aurnum fyrir vestan túnin. Þar var svo mikið af kríum, að litla manneskjan hafði aldrei haldið, að svona margar kríur gætu verið til í heiminum. Þær komu æðandi mörg hundruð saman og létu út hræðilegt stríð á móti landkynningarfólkinu. Sobbeggi afi reynir að tala skynsamlega til þeirra. Hann sagði við þær: “Við gerum ykkur ekkert illt. Börnin ykkar fá alveg að vera í friði. Við erum hér bara á snöggri ferð til að sýna þessari litlu stúlku landið ykkar,” og Sobbeggi afi benti þeim á lillu Helgu, sem gekk við hliðina á honum.”

Sérstakar þakkir til Þórbergs Torfasonar, Þórbergsseturs, fjölskyldu, vina og vandamanna.

Heimildir:
www.visindavefur.is, www.fuglavefur.is
Sálmurinn um blómið eftir Þórberg Þórðarson 1954 og 1955


Verkið er hluti af myndlistarsýningu nr. 5 Umhverfing og er ferðalag um sveitarfélagið Hornafjörð og er varðað listaverkum eftir 52 myndlistarfólk sem hefur tengingar við svæðið.
www.academyofthesenses.is
@academyofthesenses

Bio
María Sjöfn vinnur í mismunandi miðla og oft með náttúruleg fyrirbæri og skoðar samband manns og umhverfis sem taka á sig mynd sem innsetningar, í þrívíð form sem skúlptúrar, video-innsetningar og teikningu.
Í verkum sínum fjallar hún um fjölþætta skynjun umhverfisins með innsýn í innra og ytra samhengi rýmis og efnis. Hún er að kanna snertifleti manns og náttúru á gagnrýninn hátt í marglaga þekkingarsköpun og skoðar myndmálið sem á stundum veitir ný sjónarhorn.
Hún lauk M.A. gráðu frá Myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2020 og M.A. diplóma gráðu í listkennslufræðum árið 2014 frá sama skóla.

vefsíða: http://mariasjofn.net
@mariasjofn

The Kingdom of the Arctic Tern - Hali in Suðursveit  -  mixed media and ink on paper, 50X70cm - María Sjöfn, 2024

The Kingdom of the Arctic Tern is a series of works where I looked at the journeys of the Arctic Tern. The Arctic Tern is one of the most widely distributed migratory birds known. It breeds in the Arctic, but flies south in the fall towards Antarctica, where it stays at the edge of the ice sheet, on Southern Ocean islands and even on Antarctica itself. In the Northern Hemisphere spring, she flies back to her breeding grounds. She travels from the South Pole to the North Pole every year and it is estimated that she travels approximately 70-80 thousand kilometres per year. Herons can live for more than 30 years, so during their lifetime they can fly more than 2 million km. Here at Hali in Suðursveit, there is a large heron nest, which the writer Þórbergur Þórðarson wrote about in The Hymn about the flower, among other things.

"There are so many Arctic Terns in Aur, that you can hardly see the sun because of them when you visit their land."

From here, from Þórbergssetur, you can look over the Arctic Terns nest, and these herons are very likely descendants of the herons that Þórbergur wrote about in the book The Hymn about the flower.

“Such is life, as the real vanguard of the Kingdom of Arctic Tern hovers in the air guarding its borders. The land introduction people now still crossed the border and entered the Kingdom of Arctic Tern in Aur to the west of the fields. There were so many Arctic Terns that the little person had never thought that there could be so many Arctic Terns in the world. They came together in hundreds and waged a terrible war against the settlers. Grandpa Sobbeggi tries to talk sense to them. He said to them: "We will do you no harm. Your children can be left alone. We're just here on a quick trip to show this little girl your country," and Grandfather Sobbeggi pointed to lilla Hegga, who was walking beside him.”

Special thanks to Þórbergur Torfason, Þórbergssetur, family and friends.

References:
www.visindavefur.is, www.fuglavefur.is
The Hymn about the flower by Þórbergur Þórðarsson 1954 and 1955

The work is a part of an art exhibition No. 5 Around and is a journey through the municipality of Hornafjörður and is a path of artworks by 52 visual artists who have connections to the area.

www.academyofthesenses.is
@academyofthesenses


Bio
María Sjöfn’s artistic practice explores forms of natural phenomena and the nature of relationships between human and non human life. Her works often take the shape of installations, sculptural interventions, video, and drawing.
Her working process begins with experimentation focusing on multifaceted perceptions of the environment, and in particular the inner and outer contexts of space and matter. She critically investigates the layered relations of the human being with its environment. When those layers are examined in a new context, visual language can create a new perspective on the matter.
María Sjöfn holds a M.A. in Fine Art from the Iceland University of the Arts (2020) and an M.A.dipl. in Art Education (2014) from Iceland University of the Arts.

website: http://mariasjofn.net
@mariasjofn