Ónefndur - Unnamed - Grafíksalurinn, Reykjavík, 2022, innsetning - installation


           
  Ónefndur - Unnamed - 2022 -  prent á filmur   -   print on transparencies   -   breytilegt - variables


Ónefndur
er verk þar sem ég er að skoða meðal annars Jöklavefsjá. Jöklavefsjáin er verk í vinnslu og er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnunar Háskólans, Landsvirkjunar, Jöklarannsóknafélags Íslands, Landmælinga Íslands og Náttúrustofu Suðausturlands. Hún birtir mælingar og yfirlit um rannsóknir og breytingar á íslenskum jöklum. (islenskirjoklar.is)Það sem vakti athygli mína var að þar er að finna marga horfna jökla sem mældir voru um 1890. Þeir eru margir kallaðir Ónefndur en þeir gætu átt nöfn sem á eftir að setja inn eða jafnvel átt það til að verða nefndir.

Unnamed is a work drawn from looking at The Glacier web map. The Glacier web map is a joint project of the Icelandic Met Office, the Institute of Earth Sciences, Landsvirkjun, the Icelandic Glaciological Research Association, the Land Survey of Iceland and the South East Iceland Nature Research Centre and it is a work in progress. (islenskirjoklar.is) It publishes measurements and overviews of research and changes in Icelandic glaciers.What caught my attention was that there are many disappeared glaciers that were measured around 1890. Many of them are called Unnamed, but they may have names that have yet to be entered or even have the potential to be named.




Ónefndur - Unnamed - Grafíksalurinn, Reykjavík, 2022, innsetning - installation

Það hefur alltaf heillað mig hvernig við staðsetjum okkur útfrá eigin líkama en ávallt í tengingu við hið ytra rými sem við upplifum og kortleggjum á hverju augnabliki. Hvernig við byggjum upp okkar eigin sýn á mismunandi landslagi eða stað sem við metum útfrá eigin reynslu og þekkingu og setjum persónulega merkingu í hluti og umhverfi okkar.
Þannig má segja að ég kortleggi skynjun mína af fyrirbærinu hverfandi jökull frekar en að kortleggja jökulinn sjálfan. Að þessu leiti er ég að kortleggja einskonar innra landslag skynjunar á hinu ytra jöklalandslagi.

It has always fascinated me how we position ourselves based on our own body, but always in connection with the external space that we experience and map every moment. How we build our own vision of a different landscape or place that we evaluate based on our own experience and knowledge and place personal meaning in things and our environment. I can say that I map my perception of the phenomenon of a vanishing glacier rather than mapping the glacier itself. Regarding to this, I am mapping some kind of inner landscape perception of the outer glacial landscape.