“Bergur” á Hala í Suðursveit  -  innsetning, stilla úr vídeóverki (5 mínútur) og lúmen prent, breytileg 24x30,5cm
- María Sjöfn, 2025


“Bergur” (2025) er staðbundin innsetning sem samanstendur af vídeóverki og lúmenprentum sem ég vann á Hala í Suðursveit. Það leitar eftir að fjalla um fjölþætta skynjun umhverfisins með innsýn í innra og ytra samhengi rýmis og efnis. Berghringrásin er kerfi sem lýsir ferli þar sem berg molnar, flyst, ummyndast og endurnýjast í sífelldri hringrás. Í þessu ferli getur stórt fjall smám saman molnað niður í smærri steina, möl og að lokum í sandkorn, sem svo geta aftur ummyndast og orðið hluti af nýju bergi með tíð og tíma.

“Bergur” var klettadrangur í Breiðabólsstaðarklettum sem hafði um vakað yfir Hala, Breiðabólsstað og Gerði í Suðursveit, fæðingarstað Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Í þúsundir ára hafði hann staðið vörð yfir Suðursveitinni og bar hann við himinn ef horft var í austurátt. Hann féll líklega aðfaranótt 13.nóvember 2024. Í verkinu er verið að íhuga tíma og rými og hversu hverfult líf mannsins er í samanburði við jarðfræðilegan tíma.

Tilvitnanir í vídeóverki eru úr  bókinni “Steinarnir tala” (1956) eftir Þórberg Þórðarson.


“Bergur” in Hali in Sudursveit  -  still from videowork (5 min) and lumen prints, variables, 24x30,5cm
  - María Sjöfn, 2025


“Bergur” is a site specific installation of a videowork and lumen prints which I worked on in Hali in Sudursveit, Iceland. It seeks to explore the multifaceted perception of the environment, delving into the internal and external contexts of space and matter. The rock cycle—a system describing the continuous transformation of rocks through processes such as weathering, transportation, metamorphosis, and renewal. In this cycle, a massive mountain can gradually break down into smaller stones, gravel, and eventually sand grains, which over time can metamorphose and become part of new rock formations.

“Bergur” was a rock pillar in the cliffs of Breiðabólsstaðarklettar that had watched over Hali, Breiðabólsstaður, and Gerði in Suðursveit—the birthplace of the writer Þórbergur Þórðarson. For thousands of years, he had stood guard over Suðursveit, rising against the sky when looking east. He likely fell during the night of November 13, 2024.
This work reflects on time and space, highlighting how brief human existence is compared to the vast scale of geological time.

Quotes are all from the “Stones speaks” by the author Þórberg Þórðarson.

“Of all “lifeless things,” I found the stones to be the most alive. That was because they were the most natural and surely remembered the furthest back. No one had reshaped them or forced them to be anything other than what nature had made them.”

“I enjoyed looking at the stones and talking to them much more when I came to them, and sometimes I pressed my ear against them and listened, to see if they might be saying something to me. It felt completely natural to think that one could hear voices from them and understand their thoughts, if one listened carefully enough and was nimble enough to understand.”

“Stones don’t have feet. They can’t walk and can’t run.”
“I know that well. But they can still move and act as if they’re running. They roll when they want to get somewhere else, and they are very fast. It’s as if they run.
Angels don’t walk either. They fly, like seagulls. And fish don’t walk. They swim and go very swiftly.
Don’t think that nothing can move unless it walks on feet!”

“Really, no one had noticed the mysteriousness of this stone but me. And of course, no one had any idea when it had moved down from the cliffs.”

“Why had this never occurred to me before: Some stones may have stood on ridges and cliff edges like independent beings, before they moved, and then there would be no trace of them left in the rock belts.”

“And then he knows even more than I thought, because stones that stand on their own can see everything happening around them. But stones bound into cliff faces can only see ahead. Still, he might be millions of years old — first, millions of years imprisoned in the cliff, then hundreds or thousands of years as an independent being on a rock ledge or cliff edge.”

“It would be wonderful to know when this stone arrived, what year, which month and what day of the month, what day of the week, whether it was day or night, what landmark the sun or the Pleiades were over at that moment,

where in the cliffs it came from, whether there were loud rumblings as it came, whether smoke could be seen in the cliffs when it jumped down, whether deep tracks were left in the slopes, what the weather was like”.

“Could it be that the stone has stood there for a thousand years? Just imagine! To stand in the same position for a thousand years. What an eternity is the life of a stone!

But perhaps the stone doesn’t feel that a thousand years standing on a mountainside is any longer than we feel standing there for a thousand seconds.”

“From this rocky belt, this stone has come. It had made its home there for millions of years — I had heard the mountain was that old — and never been able to move all that time.

And finally, after all those years, it managed to free itself from the mountain’s enslavement and ran down here to the slopes, so it could live as a free individual.”

“It looked so full of motion that it always seemed to me as if it were about to take off

down the slope, maybe to the gray stone down in the Marshes, so it would have someone to talk to.”

“From there, it came. There, it had lived for millions of years — just imagine: living in the same place for millions of years. And maybe I could tell by the fresh color of the patch how long ago it had moved: fifty, a hundred, a hundred and fifty years.

If it were longer, the patch would probably have taken on the same color as the surrounding rock, because such marks are bound to absorb color over time and become the same color as the cliff around them.”


Tilvitnanir í vídeóverki eru úr  bókinni “Steinarnir tala” eftir Þórberg Þórðarson.

“Af öllum „dauðum hlutum“ fannst mér steinarnir vera mest lifandi. Það var af því, að þeir voru náttúrlegastir og mundu áreiðanlega lengst aftur. Það hafði enginn umskapað þá og neytt þá til að vera öðruvísi en náttúran hafði gert þá.“
-
“Ég hafði miklu meira gaman af að horfa á steinana og tala við þá, þegar ég kom til þeirra, og stundum lagði ég eyrað að þeim og hlustaði, hvort þeir væru ekki að segja eitthvað við mig. Mér var alveg náttúrlegt að hugsa, að maður gæti heyrt frá þeim raddir og skilið í þeim hugsanir, ef maður heyrði nógu vel og væri nógu fimur að skilja.
-
Steinar hafa ekki fætur. Þeir geta ekki gengið og ekki hlaupið.“
„Það veit ég vel. En þeir geta samt hreyft sig og gert eins og þeir hlaupi. Þeir velta sér, þegar þá langar að komast á annan stað, og þeir eru afarfljótir. Það er eins og þeir hlaupi.”
“Englarnir ganga ekki heldur. Þeir fljúga eins og mávarnir. Og ekki ganga fiskarnir. Þeir synda og fara þó afarhart.
Þú skalt ekki halda, að ekkert geti hreyft sig, nema það gangi á fótum!“
-
“Eiginlega hafði enginn tekið eftir því, sem var dularfullt við þennan stein nema ég. Og auðvitað hafði enginn hugmynd um, hvenær hann hefði flutt sig búferlum ofan úr klettunum.”
-
“Því hefur mér aldrei dottið þetta í hug áður: Sumir steinar hafa kannski staðið á rákum og klettabrúnum eins og sjálfstæðar persónur, áður en þeir fluttu sig, og þá sjást engin ból eftir þá í klettabeltum.”
-
“Og þá veit hann ennþá meira en ég hélt, því að steinar, sem standa út af fyrir sig, geta séð það, sem gerist allt í kringum þá. En steinar, sem eru bundnir í klettabelti, sjá aðeins fram fyrir sig. Hann getur samt verið milljóna ára gamall, fyrst milljónir ára bandingi í klettabelti, so hundruð eða þúsundir ára sjálfstæð vera á klettarák eða bergbrún.”
-
“Gaman væri að vita, hvenær þessi steinn hefur komið, hvaða ár, í hvaða mánuði og hvaða mánaðardag, hvaða dag í viku, hvort heldur á degi eða nóttu, yfir hvaða kennileiti sólina bar þá eða sjöstjörnuna, hvaðan úr klettunum hann kom, hvort heyrðust miklir skruðningar, þegar hann var að koma, hvort sást mikill reykur eftir hann uppi í klettunum, þegar hann var að hoppa niður, hvort sáust djúp för eftir hann í brekkunum, hvernig veðrið var”.
-
“Getur það verið, að steinninn hafi staðið þarna í þúsund ár? Að hugsa sér! Að standa í sömu stellingum í þúsund ár. Hvílík eilífð er líf steinsins!
En kannski finnst steini ekki lengra að standa í þúsund ár í fjallshlíð en okkur að standa þar í þúsund sekúndur.”
-
“Þarna úr þessu klettabelti hefur þessi steinn komið. Þar hefur hann verið búinn að eiga heima í milljónir ára,“ — ég hafði heyrt sagt, að fjallið væri svo gamalt — og aldrei getað hreyft sig allan þennan tíma, og loksins eftir öll þessi ár hefur honum tekizt að losa sig úr þrælahaldi fjallsins og hefur hlaupið hingað niður í brekkurnar til okkar, svo að hann gæti lifað eins og frjáls einstaklingur.”
-
“Hann var svo hlaupalegur til að sjá, að mér sýndist hann alltaf ætla að fara að taka til
fótanna niður brekkuna, kannski til gráa steinsins niðri í Dýjunum, svo að hann hefði einhvern til að tala við.”
-
“Þaðan þarna hefur hann komið. Þarna hefur hann átt heima í milljónir ára, að hugsa sér: að eiga heima á sama stað í milljónir ára. Og ég gæti kannski séð af nýja litnum á skellunni, hvað langt væri síðan hann flutti sig: fimmtíu, hundrað, hundrað og fimmtíu ár. “
“Ef það væri lengra mundi skellan líklega vera búin að fá sama lit og kletturinn í kringum hana, því að svona blettir hljóta að litast upp með tíð og tíma og verða eins litir og kletturinn í kringum þá.”
-
Heimildir / References;
Steinarnir tala eftir Þórberg Þórðarson 1956

www.mbl.is

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/11/20/bergur_er_fallinn/?fbclid=IwY2xjawGtcuVleHRuA2FlbQIxMQABHWKN3Wy6L3VCjV7nyiaz91gwKn_-Ywt4tE6yDngY5XquMMVyEWXE-cJ6mg_aem_sc3s6bDsLNfRb7


www.wikipedia.com

https://en.wikipedia.org/wiki/Rock_cycle